Wednesday, October 04, 2006

Italiano Restauranto

Hahaha við fórum á fyndnasta restaurant í heimi á mánudaginn!!!
Þetta er lítill ítalskur veitingastaður sem lítur út eins og heimili. Okkur leið eins og við værum heima hjá ítölunum sem voru að þjóna okkur. Við höfðum labbað framhjá þessum stað áður og fannst hann með eindæmum sjarmerandi svo að við ákváðum að prufa að borða þarna á mánudagsknöldið þegar við vorum búnar að skoða ömmu-legustu íbúð í London.

Þegar við báðum um matseðlana sagði þjónninn að það væri eiginlega enginn matseðill, við áttu bara að segja hvað okkur langaði í og kokkurinn skildi elda það. Reyndar var ekki mikið úrval í eldhúsinu hjá kokkinum... En eftir nokkra mæðu komumst við að niðurstöðu um hvað skildi eta.

Þess má geta að við vorum öll ansi þreytt og steikt á því eftir daginn. Kolla var með svefngalsa og gat ekki hætt að hlægja hvað sem hún reyndi.

Allt í einu birtist þjóninn með snittur og skellti þeim á borðið hjá okkur "on the house". Jájá allt í lagi með það. Svo birtist hann aftur með hvítvín og skellti á borðið hjá okkur "on the house". Þetta var nú óvænt ánægja. Við vorum samt ekki alveg að fatta af hverju þeir voru að gefa okkur þetta. Maturinn okkar kom svo eftir skamma stund og við gæddum okkur á honum. Svo birtist þjónninn enn aftur og í þetta skiptið með heilan disk af allskonar ostum "on the house". Á þessum tímapunkti vorum við öll orðin pakk södd og höfðum litla list á framandi ostum... Reyndar var hentugt að hafa Matt með í för, hann var duglegur í ostunum. Svo birtist þjónninn einu sinni enn og í þetta skiptið með rauðvínsflösku "on the house".

Þess má geta að allan tímann sem við sátum þarna inni var sama ítalska lagið spilað aftur og aftur og aftur. Petra tók alltaf léttan höfuðdans þegar lagið byrjaði (hristi krullurnar) Það var óbærilega fyndið, í hvert skipti.

Við hröðuðum okkur svo út áður en þeir færu að gefa okkur meira af veitingum, allt of södd, létt af víninu og gegnsýrð af þessu ítalska lagi.

Later gaters
Respect
K&P

0 Comments:

Post a Comment

<< Home