Sunday, May 13, 2007

Back to the streets of Grafarvogur !

Við erum komnar aftur í ofurvernduð hreiður foreldra okkar... eftir strögl og stuð í stórborginni!

Þrátt fyrir menningarsjokk fyrstu dagana... er Reykjavík að kikka inn með trompi! Sirkus!
Djöfull er mikið af fallegu, töff og kúl kvennfólki í þessari borg... ú gaman að glápa!

Sumarið verður glans og gleði... hjá Kollu og Petru...

Sjáumst í sundi

Peace

P xK x

Wednesday, April 11, 2007

Kennir ýmissa grasa...

Já ef grant er skoðað má sjá ýmislegt athyglisvert á þessum myndum sem ég hrúgaði inn... vonandi einhverjum til skemmtunar og yndisauka!

Takið sérstaklega eftir gaurnum sem er að vinna í matvörubúðinni á horninu... hann hatar okkur... það er augljóst! Enda verslum við oftast við hann á nóttunni í misjöfnu ástandi... okkur finnst við samt alltaf vera fyndnar!

Takið eftir hvað Petra og herramaðurinn sem hún er að drekka hvítvín með, gætu orðið fallegt par... jafnvel hjón, nei ég segi svona...

Takið eftir Paul að skríða út um gluggann á eldhúsinu sínu á meðan Kolla hlær dátt með glas í hendi!

Petra ætlar bara að kaupa einn drykk á barnum... eins og alltaf... bara einn! Einhverjir kannast kannski við krulluhausinn við hliðina á henni...

Peace



Monday, March 26, 2007

Give me your money!

Vá hvað mér brá í morgun..... !

Ég var að rölta í lestina eld snemma. Algjörlega í mínum eigin heimi eftir svefnlausa nótt, þegar mjög svo scary karlmannsrödd segir "give me your money" ég var svo hrædd og sjokkeruð að ég þorði ekki að líta við, svo þegar ég leit við, horfði ég lengi á manninn og það tók mig nokkrar sek að átta mig á því hver þetta var...

þetta var þá bara hann John úr vínbúðinni okkar á horninu.... !
Ég hefði nú ekki búist við því að hitta hann á röltinu eldsnemma að morgni en jú jú, þetta var hann og enginn annar sem sjokkeraði mig svona svakalega!

Kauði var á leiðinni í hina vinnuna sína. Hann er víst garðyrkjumaður líka. Hann heitir John Gardener og er gardener... hversu skondið er það???

Hann er dúlla hann John, með hvolpa augu og skrítinn hlátur.

Ég tók fyndnasta video um helgina sem ég hef séð!
Af Petru á klósettinu á Catch!
Kannski, bara sko kannski setjum við það hérna inn á síðuna. Við þurfum aðeins að setja það í nefnd fyrst. En þetta er alveg DREP fyndið! Sérstakelga parturinn þegar Benderinn fattar að það er enginn klósettpappír..... !

Paul nágranni missti sig aðeins um helgina... hann átti afmæli á laugardaginn og var í miklu stuði. Skreið m.a út um gluggann í eldhúsinu sínu og kom í heimsókn yfir til okkar og dró okkur svo í partý í íbúðinni sinni! Það var fyndið.

Okkur var boðið í 5 ára afmælisveislu hjá Lucy litlu á sunnudaginn. Fengum bleika afmælisköku sem bragðaðist ótrúlega skringilega ágætlega miðað við útlit! Voða krúttlegt.

Svo vorum við aðeins smá óþægar í gærkvöldi en við skulum ekki fara nánar út í það!
Báðar ansi þreyttar í vinnunni í dag....

Sæl að sinni

K

Monday, March 19, 2007

Cold wind from Iceland...

Í METRO blaðinu í dag var sagt að kalda loftið í London þessa dagana kæmi frá Íslandi... Takk kæra Ísland...fyrir að senda okkur þetta yndislega ferska kalda loft... brrr...

Okkur var boðið í afmæli til Magneu um helgina... hún var svo rausnarleg að bjóða uppá íslenskt lamb... Nammi nammi nammi nammi... Petru og Kollu fannst lambið og þessi ekta íslenska máltíð kannski aðeins of góð... Við gjörsamlega borðuðum yfir okkur!

Við fundum samt ekki svo mikið fyrir því hvað við vorum saddar þegar við sátum og hámuðum í okkur... náðum að draga einn vin úr afmælinu með okkur á barinn. Ætluðum að fara í dans keppni við hann... eeen...

Það var ekki sjéns fyrir okkur að dansa þegar við vorum komnar á barinn... Við rétt svo náðum að rúlla okkur heim og beint uppí rúm... Beiluðum á vininum sem var búinn að hjóla alla leiðina frá Magneu... þess má geta að við tókum strædó eins og einhverjar drotningar og sáum hann hjóla framúr okkur eins og vindurinn...

jæja bless ykkur

Peace

K

Monday, March 12, 2007

Hristu rassinn....

Úbs...

Við erum aðeins búnar að vera uppteknar í strákunum...
Prinsar og apabörn hafa stytt okkur stundirnar síðustu daga ;)

Vorið er komið í London... sól og hiti... mmmmm... notalegt!
Fuglarnir eru farnir að syngja og kúka á sum okkar... mmmm... notalegt!

Aðeins mánuður eftir af Saumastrætis ævintýrinu... viðkvæmt mál, erfitt að tala um það. Þetta er búin að vera æðislegur tími og síðasti mánuðurinn verður notaður vel!!!

Nú verður grillað á hverju kvöldi í bakgarðinum og vonumst við til þess að Jarvis renni á lyktina og taki eins og eitt gott djamm með okkur!

Paul nágranni skellti sér yfir til okkar í nokkur hvítvíns glös og tópas skot um helgina... Ég held að sá enski hafi verið pínu sjokkeraður yfir djamm menningu okkar íslendinga.. við vorum ansi trillt á dansgólfinu og sumir hristu rassinn óhóflega mikið...!

En miðinn sem tók á móti okkur þegar við komum heim var: Icelanders Rock!

Gaman!

Later

K

Friday, February 02, 2007

Allt í blóma í Shoreditch

Það verður að viðurkennast að við vorum orðnar pínu áhyggjufullar... Sætu strákarnir voru nánast horfnir úr hverfinu. Þetta gerðist eftir áramótin og hefur janúar mánuður verið ansi slappur hvað varðar myndarlega menn á ferli á götum Shoreditch!

Þeir höfðu legið í dvala í nokkrar vikur en nú eru þeir komir aftur, sætari en nokkru sinni fyr!!!!

Þeir komu með trompi í gær... Þvílík gleði og hamingja sem ríkir nú á Saumastræti!

Hér er dæmi um einn heitann sem við hittum í gær



*************************************************************************************

Hún Hanna hefur nú heiðrað okkur með nærveru sinni, hún kom í gær (eins og sætu strákarnir) og verður hjá okkur yfir helgina.

Planið er að fara í afmælis partý til Dísu dúllu í kvöld. Og að sjálfsögðu njóta þess að vera umkringdar yndisfögrum mönnum...

Respect

Sunday, January 21, 2007

Friend "vinur" eða fokkans "vinkona"....

Halló halló

Haldiði að dökkhærði herramaðurinn á móti hafi ekki bara verið komin í nýja peysu í gær. Okkur fannst hann eitthvað óvenju sætur í uppvaskinu þennan daginn. Það er nú kannski ekki frásögu færandi...

Nema hvað...

Kollan skellir sér í Sommerfields, og hittir hann þar. Við röltum samferða heim og spjöllum um allt milli himins og jarðar. Hann segir mér m.a að hann sé að fá "friend" í mat um kvöldið.

Kolla kemur heim á saumastræti og segir Petru fréttirnar. Við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Vorum búnar að plana að hafa rólegt kvöld heima en það væri nú ekki verra að kíkja yfir til þeirra í smá rauðvín ;)

Við ákváðum samt að bíða með að setja miða í gluggann og bjóða sjálfum okkur í heimsókn, þangað til við værum búnar að sjá hvort vinurinn væri sætur eða ekki... hehe

Það er alveg glatað að það sé ekki til orð fyrir "vinkonu" á ensku nema "girlfriend"....

Vinurinn var sum sé stúlka....

Eins gott að við vorum ekki búnar að setja miða í gluggann...

Það rættist reyndar úr kvöldinu hjá okkur þar sem við vorum að fylgjast með þeim (á mjög leynilegan hátt)á meðan hann eldaði fyrir hana... Sátum inn í herberginu hennar Petru og gæddum okkur á ljúffengum kjúlla, og fylgdumst með gangi mála í gegnum rifu á gardínunum...

Haldiði að við höfum ekki fengið framhald í morgun þegar við sáum dömuna í eldhúsinu!!! Mín hefur bara fengið gistingu líka!

Ætli hann sé genginn út, ekki gott að segja?