Tuesday, December 19, 2006

Kolla og Petra í dönnuðu breta boði!

Þá er kominn tími til að segja frá heimsókninni til glugga drengjanna!

Það var með eindæmum vandræðalegt að sjá þá í glugganum rétt áður en við skelltum okkur yfir til þeirra... Við reyndum að vera eðlilegar en vorum í raun að drepast úr spenningi!

Strákarnir voru rosa hressir þegar við gengum í bæinn, þeir tóku á móti okkur með rauðvíni og Mince pies. Fyrsta umræðuefnið var að giska á hvað við gerðum í lífinu. Í ljós kom að þeir voru mikið búnir að spá í okkur (líklega svipað og við erum búnar að spá í þeim). Petra byrjaði á því að giska hvort þeir væru grafsíkir hönnuðir, í góðri von um að þeir gætu reddað henni vinnu... En svo var því miður ekki. Þeir héldu að Kolla væri lögfræðingur.... og að Petra væri einkaþjálfari.... hahaha !!!

Við erum ekki svo vanar að vera í kringum svona dannaða herramenn...

- Það kom t.d. ekki vel út þegar Petra sagðist hafa nauðgað Blur þegar hún var yngri, það fór eitthvað fyrir brjóstið á Englendingunum...

- Ekki heldur þegar Kolla fór á klósettið og Petra elti sem endaði í all svakalegu hláturskasti á klósettinu... maður getur verið svo hömlulaus...

- Það féll ekki heldur í góðan jarðveg þegar Petra sagðist oft heyra fólk stunda kynlíf í húsinu.... Sumir urðu ansi rauðir í framan...

Aumingja Aylin gerði ekki annað en að biðjast velvirðingar á hegðun okkar!

Þegar við vorum allar komnar með svefngalsa, orðnar vel gegnsýrðar af rauðvíninu og farnar að bulla ansi mikið fannst okkur tími til að fara heim að sofa. Gluggamennirnir voru nú ekki sáttir við það að við færum bara heim að sofa, þeir vildu endilega kíkja út en við vorum svo þreyttar að við rétt náðum að skríða yfir í næstu íbúð og upp í rúm.

Nú veifum við þeim á hverjum degi með bros á vör og syngjum
"Neighbors.... everybody needs good neighbors"

Petra er flogin úr borginni og Kolla fer á föstudaginn. Heppnir aðstandendur munu fá að sjá myndir úr heimsókninni þegar þeir hitta okkur á Íslandi!

Later gaters!

K

0 Comments:

Post a Comment

<< Home