Sunday, January 21, 2007

Friend "vinur" eða fokkans "vinkona"....

Halló halló

Haldiði að dökkhærði herramaðurinn á móti hafi ekki bara verið komin í nýja peysu í gær. Okkur fannst hann eitthvað óvenju sætur í uppvaskinu þennan daginn. Það er nú kannski ekki frásögu færandi...

Nema hvað...

Kollan skellir sér í Sommerfields, og hittir hann þar. Við röltum samferða heim og spjöllum um allt milli himins og jarðar. Hann segir mér m.a að hann sé að fá "friend" í mat um kvöldið.

Kolla kemur heim á saumastræti og segir Petru fréttirnar. Við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Vorum búnar að plana að hafa rólegt kvöld heima en það væri nú ekki verra að kíkja yfir til þeirra í smá rauðvín ;)

Við ákváðum samt að bíða með að setja miða í gluggann og bjóða sjálfum okkur í heimsókn, þangað til við værum búnar að sjá hvort vinurinn væri sætur eða ekki... hehe

Það er alveg glatað að það sé ekki til orð fyrir "vinkonu" á ensku nema "girlfriend"....

Vinurinn var sum sé stúlka....

Eins gott að við vorum ekki búnar að setja miða í gluggann...

Það rættist reyndar úr kvöldinu hjá okkur þar sem við vorum að fylgjast með þeim (á mjög leynilegan hátt)á meðan hann eldaði fyrir hana... Sátum inn í herberginu hennar Petru og gæddum okkur á ljúffengum kjúlla, og fylgdumst með gangi mála í gegnum rifu á gardínunum...

Haldiði að við höfum ekki fengið framhald í morgun þegar við sáum dömuna í eldhúsinu!!! Mín hefur bara fengið gistingu líka!

Ætli hann sé genginn út, ekki gott að segja?

2 Comments:

Blogger Jonina de la Rosa said...

hahaha fokkans stelpa marrr... !!!

7:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

o meeen....

12:10 PM  

Post a Comment

<< Home