Monday, March 19, 2007

Cold wind from Iceland...

Í METRO blaðinu í dag var sagt að kalda loftið í London þessa dagana kæmi frá Íslandi... Takk kæra Ísland...fyrir að senda okkur þetta yndislega ferska kalda loft... brrr...

Okkur var boðið í afmæli til Magneu um helgina... hún var svo rausnarleg að bjóða uppá íslenskt lamb... Nammi nammi nammi nammi... Petru og Kollu fannst lambið og þessi ekta íslenska máltíð kannski aðeins of góð... Við gjörsamlega borðuðum yfir okkur!

Við fundum samt ekki svo mikið fyrir því hvað við vorum saddar þegar við sátum og hámuðum í okkur... náðum að draga einn vin úr afmælinu með okkur á barinn. Ætluðum að fara í dans keppni við hann... eeen...

Það var ekki sjéns fyrir okkur að dansa þegar við vorum komnar á barinn... Við rétt svo náðum að rúlla okkur heim og beint uppí rúm... Beiluðum á vininum sem var búinn að hjóla alla leiðina frá Magneu... þess má geta að við tókum strædó eins og einhverjar drotningar og sáum hann hjóla framúr okkur eins og vindurinn...

jæja bless ykkur

Peace

K

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ekkert að þakka fyrir kalda vindinn. það er nóg af honum hér...:)

1:45 PM  

Post a Comment

<< Home