Ferðalag sængurinnar
Þá erum við báðar búnar að versla okkur sængur. Áætlunin sagði reyndar að sængurkaup ættu að eiga sér stað fyrsta daginn í London, við erum aðeins 2 vikum eftir áætlun... allt í lagi ;)
Petra keypti sér sæng í gær í Argos á Old Street og kláraði þar með sængurlagerinn í þeirri verslun. Svo að ég, kraftakonan Kolla, þurfti að fara á Oxford Street í dag og kaupa eitt stykki sæng. Ég ákvað að fara fyrst að kaupa sængina og svo ætlaði ég að skella mér í HM til að kaupa fleiri vinnuföt fyrir nýju vinnuna sem ég byrja í á morgun... :) Ég meina það er dress code, ekki ætla ég að láta reka mig fyrir að mæta í einhverjum óskrifstofulegum lufsum!! Ó nei klikka ekki á svoleiðis smáatriðum.
Sængin sem ég ætlaði að kaupa var líka uppseld á Oxford Street þannig að ég þurfti að kaupa pakka með tvöfaldri sæng, 2 koddum og hlífðardýnu. Þessi blessaði pakki var aðeins þyngri en ég hafði átt von á...
Ótrúlegt hvað HM hefur mikið aðdráttarafl... Þó að ég hafi rétt svo loftað þessum hel þunga risastóra pakka, burðaðist ég með hann frá Oxford Street til Covent Garden og inn í HM :) Hugsaði alla leiðina gott til glóðarinnar þegar ég kæmi inn í HM og léti starfsfólkið geyma pakkann bakvið afgreiðsluborðið. En nei... að sjálfsögðu geyma þau ekki persónulega muni kúnnanna. Þetta hefði líka hæglega getað verið sprengja, þegar ég hugsa um það eftirá!
Það er soldið skondið að hugsa út í það að hafa burðast með sængina sína um miðborg Lundúna... Gaman að þessu.
Jæja ætla að fara að athuga hvernig Petru gengur í eldamennskunni...
Later gaters
K
Petra keypti sér sæng í gær í Argos á Old Street og kláraði þar með sængurlagerinn í þeirri verslun. Svo að ég, kraftakonan Kolla, þurfti að fara á Oxford Street í dag og kaupa eitt stykki sæng. Ég ákvað að fara fyrst að kaupa sængina og svo ætlaði ég að skella mér í HM til að kaupa fleiri vinnuföt fyrir nýju vinnuna sem ég byrja í á morgun... :) Ég meina það er dress code, ekki ætla ég að láta reka mig fyrir að mæta í einhverjum óskrifstofulegum lufsum!! Ó nei klikka ekki á svoleiðis smáatriðum.
Sængin sem ég ætlaði að kaupa var líka uppseld á Oxford Street þannig að ég þurfti að kaupa pakka með tvöfaldri sæng, 2 koddum og hlífðardýnu. Þessi blessaði pakki var aðeins þyngri en ég hafði átt von á...
Ótrúlegt hvað HM hefur mikið aðdráttarafl... Þó að ég hafi rétt svo loftað þessum hel þunga risastóra pakka, burðaðist ég með hann frá Oxford Street til Covent Garden og inn í HM :) Hugsaði alla leiðina gott til glóðarinnar þegar ég kæmi inn í HM og léti starfsfólkið geyma pakkann bakvið afgreiðsluborðið. En nei... að sjálfsögðu geyma þau ekki persónulega muni kúnnanna. Þetta hefði líka hæglega getað verið sprengja, þegar ég hugsa um það eftirá!
Það er soldið skondið að hugsa út í það að hafa burðast með sængina sína um miðborg Lundúna... Gaman að þessu.
Jæja ætla að fara að athuga hvernig Petru gengur í eldamennskunni...
Later gaters
K
2 Comments:
Þannig að þegar þú kemur næst inní H&M að þá pískra starfstúlkurnar....
"þarna kemur sængurkonan" :)
Ég hlæ nú bara í huganum þegar ég ýminda mér þig með sængina um miðborgina. Hvernig fórstu eiginlega að þessu??
Manstu ekki hvað það var erfitt að bröllta sængunum hérna á milli húsa þegar við ætluðum að gysta saman í gamla daga.... :) :) heheheh
Þið eruð svo mikil gull!!
Kv. *HB*
Post a Comment
<< Home