Friday, February 02, 2007

Allt í blóma í Shoreditch

Það verður að viðurkennast að við vorum orðnar pínu áhyggjufullar... Sætu strákarnir voru nánast horfnir úr hverfinu. Þetta gerðist eftir áramótin og hefur janúar mánuður verið ansi slappur hvað varðar myndarlega menn á ferli á götum Shoreditch!

Þeir höfðu legið í dvala í nokkrar vikur en nú eru þeir komir aftur, sætari en nokkru sinni fyr!!!!

Þeir komu með trompi í gær... Þvílík gleði og hamingja sem ríkir nú á Saumastræti!

Hér er dæmi um einn heitann sem við hittum í gær



*************************************************************************************

Hún Hanna hefur nú heiðrað okkur með nærveru sinni, hún kom í gær (eins og sætu strákarnir) og verður hjá okkur yfir helgina.

Planið er að fara í afmælis partý til Dísu dúllu í kvöld. Og að sjálfsögðu njóta þess að vera umkringdar yndisfögrum mönnum...

Respect