Wednesday, April 11, 2007

Kennir ýmissa grasa...

Já ef grant er skoðað má sjá ýmislegt athyglisvert á þessum myndum sem ég hrúgaði inn... vonandi einhverjum til skemmtunar og yndisauka!

Takið sérstaklega eftir gaurnum sem er að vinna í matvörubúðinni á horninu... hann hatar okkur... það er augljóst! Enda verslum við oftast við hann á nóttunni í misjöfnu ástandi... okkur finnst við samt alltaf vera fyndnar!

Takið eftir hvað Petra og herramaðurinn sem hún er að drekka hvítvín með, gætu orðið fallegt par... jafnvel hjón, nei ég segi svona...

Takið eftir Paul að skríða út um gluggann á eldhúsinu sínu á meðan Kolla hlær dátt með glas í hendi!

Petra ætlar bara að kaupa einn drykk á barnum... eins og alltaf... bara einn! Einhverjir kannast kannski við krulluhausinn við hliðina á henni...

Peace