Life goes on...
Já já við erum enn hressar hér í London borginni.
Kolla vaknar kl 6 á morgnanna og fer í vinnunna í skrifstofugallanum. Petra er enn að njóta þess að vera í fríi!
Skruppum í sommerfields áðan og á leið okkar
- Sáum við hóp af eldri konum að dansa línudans. Það gladdi okkur sérlega mikið. Amma Kolla myndi kalla þær fífukollur (grá/hvít hærðar konur).
- Sáum líka strák klappa kærustunni sinni létt á þéttvaxinn rassinn, okkur fannst það óhemju fyndið...
- Sáum hund í fanginu á róna, aldrei slíku vant fannst Petru hundurinn sætur, þangað til að hann fór að gelta á okkur... Hjálpar henni ekki að komast yfir hundahræðsluna.
- Hittum manninn í litlu búðinni á horninu sem bauð Kollunni í kaffi fyrir nokkru, við erum hættar að versla við hann. Meikum ekki svona viðreynslur í tíma og ótíma...
Já það getur ýmislegt gerst á leiðinni í súpermarkaðinn.
Kolla vaknar kl 6 á morgnanna og fer í vinnunna í skrifstofugallanum. Petra er enn að njóta þess að vera í fríi!
Skruppum í sommerfields áðan og á leið okkar
- Sáum við hóp af eldri konum að dansa línudans. Það gladdi okkur sérlega mikið. Amma Kolla myndi kalla þær fífukollur (grá/hvít hærðar konur).
- Sáum líka strák klappa kærustunni sinni létt á þéttvaxinn rassinn, okkur fannst það óhemju fyndið...
- Sáum hund í fanginu á róna, aldrei slíku vant fannst Petru hundurinn sætur, þangað til að hann fór að gelta á okkur... Hjálpar henni ekki að komast yfir hundahræðsluna.
- Hittum manninn í litlu búðinni á horninu sem bauð Kollunni í kaffi fyrir nokkru, við erum hættar að versla við hann. Meikum ekki svona viðreynslur í tíma og ótíma...
Já það getur ýmislegt gerst á leiðinni í súpermarkaðinn.
1 Comments:
Þið eruð svo skondnar!
Takk æðislega fyrir kortið elsku Kolla!
Ótrúlegt 2 ár síðan að ég ungaði litla skrímslinu út úr mér...
Hún talar og talar og kallar þig Kolla mín ,,Dúlla" kallar Írisi ,,Ísí" og er farin að búa til ansi fyndin orð. Fer bara sínar eigin leiðir í tali eins og öllu örðu.
Sakna þín svooo og er alvarlega að hugleiða að koma í des!!!
tlallalla
Knús til ykkar hjónanna í London
Post a Comment
<< Home