Thursday, October 26, 2006

Best í heimi?

Bretar eru ekki sáttir við þessar blessuðu hvalveiðar "okkar" Íslendinga!
Við trillurnar þrjár voru að spjalla um lífið og tilveruna yfir kvöldverð í vikunni. Aylin byrjaði að tjá sig um hvalveiðar og sagði að "við" þyrftum endilega að fara að hætta að drepa hvali. Við Petra sögðumst ekki vera ábyrgar fyrir þessum veiðum og sögðum Aylin að hún og hinir Bretarnir þyrftu endilega að fara að hætta að drepa fólk...

Eftir ca 5 mín kom frétt í sjónvarpinu um hvalinn sem Íslendingar veiddu um daginn... þvílík tilviljun!!! Engin okkar hafði heyrt neitt talað um hvalveiðar lengi... svona getur lífið komið manni á óvart.

Litla landið okkar hefur sum sé verið á vörum fjölmiðlanna hér í Lundúnum uppá síðkastið, ekki beint jákvæð umfjöllun, ahhh, úbs, við getum víst ekki verið best í öllu!

Helgin er undirlögð Halloween partýum, gleði gleði! De la rosa er væntanleg í hús á laugardag og er mikill spenningur í loftinu.

Kæru vinir og ættingjar, við stöllur höfum ákveðið að eyða áramótunum hér í London. Við viljum fá sem flest ykkar til að koma og fagna áramótunum með okkur í borg gleðinnar!

Till later
haldið ykkur á mottunni þarna uppi

Luv and respect
K

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ekki get ég nú sagt að fréttatíminn sé eithvað spennandi hérna á íslandi. Það er annaðhvort verið að fjalla um hvalveiðarnar eða kárahnjúka. Og jú eitt enn. Sjálfsmorðs sprengjuárás í bagdad!!! Það er búið að vera svo lengi að maður er alveg hættur að taka eftir því.

En Jólin stelpur. Þið verðið á klakanum þá er það ekki. ????

11:46 AM  
Blogger Árný Lára said...

ohhh leiðinlegt að þú verðir ekki á Hvolsvellinum góða um áramótin Kolla mín en ég skil þig sko mjög vel - það er gaman um áramót í útlöndunum:) Já ég spyr líka eins og Elísabet, hvernig er með jólin?

5:59 PM  
Blogger Bobby Breidholt said...

Iss Hrefnusteik er lostæti.

5:22 PM  
Blogger Jonina de la Rosa said...

"de la Rosa"

elskan...

ekk Delarosa eða De la rosa....

3:43 AM  

Post a Comment

<< Home