Tuesday, October 31, 2006

Enginn svefnfriður í helvítis lestinni!!!

Síðustu tvo morgna hefur mér í mínum unaðslegu friðsamlegu lestarferðum verið misboðið...

Í gærmorgun kl 7 þegar ég var búin að koma mér huggulega fyrir með lappirnar uppá næsta bekk, hausinn við gluggann og dagblaðið sem teppi rankaði ég við mér þegar lestastjórinn ÖSKRAÐI í míkrafóninn "manneskjan með löppina á milli hurðanna, drullaðu þér til að færa þig" ...smá bið... "færðu löppina... það eru myndavélar hérna og það eru allir að bíða eftir þér" Mér fannst þetta ekki fyndið og skemmtilegt en eftir ca 10 mínútna bið komst lestin loksins af stað aftur. Litla hjartað í Kollunni sló svo hratt að ég náði ekkert að sofna á leiðinni í vinnuna þennan morguninn.

Ekki var það skárra í morgun þegar miðaldra maður strunsar inn í lestina og segir háum rómi, "má ég fá að sjá miðana ykkar!!!" Við þrjú sem vorum í sama vagni og ég litum á hvort annað og vissum ekki hvort að þetta væri einhver geðsjúklingur eða hvort hann væri virkilega að vinna við þetta. Hann var að vinna við þetta... "UPP MEÐ MIÐANA!!!" ég var nú ekki alveg viss hvort ég væri með nógu mikið inn á Oyster kortinu mínu en sem betur fer slapp það! Ekki er sömu sögu að segja af aumingja stráknum sem sat næst mér, hann var ekki með fullgildan miða og fékk sko aldeilis skömm í hattinn!!! 20 POUNDS PENALTY AND IF YOU DO THIS AGAIN IT´S NOT 20 PUNDS, NOOO THEN IT WILL BE 1000 POUNDS PENALTY!! Hjálpi mér, 130 000 krónur fyrir að vera ekki með fullgildan lestarmiða. Mér fannst þetta ekki heldur fyndið!

Það er virkilega ósanngjarnt að vera með svona fáránlega harðneskjulegar uppákomur eldsnemma í morgunsárið. En svona er lífið víst, hart á köflum! Mér finnst ég eiga skilið að fá ótruflaða og hugljúfa lestarferð í fyrramálið! Sjáum til...

En till later, hafði það sem allra allra best
Luv
K

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

iss.Þetta er nú meira dóna liðið þarna í lestinni.
Það voru nú ekki alltaf ljúfar ferðirnar eldsnemma á mornana á leið í fsu forðum daga. Allavega var bílostjórinn ljúfur sem lamb.
Annað en þessir morgunfúlu hanar þarna í útlandinu.......

9:11 PM  

Post a Comment

<< Home