Tuesday, October 31, 2006

Enginn svefnfriður í helvítis lestinni!!!

Síðustu tvo morgna hefur mér í mínum unaðslegu friðsamlegu lestarferðum verið misboðið...

Í gærmorgun kl 7 þegar ég var búin að koma mér huggulega fyrir með lappirnar uppá næsta bekk, hausinn við gluggann og dagblaðið sem teppi rankaði ég við mér þegar lestastjórinn ÖSKRAÐI í míkrafóninn "manneskjan með löppina á milli hurðanna, drullaðu þér til að færa þig" ...smá bið... "færðu löppina... það eru myndavélar hérna og það eru allir að bíða eftir þér" Mér fannst þetta ekki fyndið og skemmtilegt en eftir ca 10 mínútna bið komst lestin loksins af stað aftur. Litla hjartað í Kollunni sló svo hratt að ég náði ekkert að sofna á leiðinni í vinnuna þennan morguninn.

Ekki var það skárra í morgun þegar miðaldra maður strunsar inn í lestina og segir háum rómi, "má ég fá að sjá miðana ykkar!!!" Við þrjú sem vorum í sama vagni og ég litum á hvort annað og vissum ekki hvort að þetta væri einhver geðsjúklingur eða hvort hann væri virkilega að vinna við þetta. Hann var að vinna við þetta... "UPP MEÐ MIÐANA!!!" ég var nú ekki alveg viss hvort ég væri með nógu mikið inn á Oyster kortinu mínu en sem betur fer slapp það! Ekki er sömu sögu að segja af aumingja stráknum sem sat næst mér, hann var ekki með fullgildan miða og fékk sko aldeilis skömm í hattinn!!! 20 POUNDS PENALTY AND IF YOU DO THIS AGAIN IT´S NOT 20 PUNDS, NOOO THEN IT WILL BE 1000 POUNDS PENALTY!! Hjálpi mér, 130 000 krónur fyrir að vera ekki með fullgildan lestarmiða. Mér fannst þetta ekki heldur fyndið!

Það er virkilega ósanngjarnt að vera með svona fáránlega harðneskjulegar uppákomur eldsnemma í morgunsárið. En svona er lífið víst, hart á köflum! Mér finnst ég eiga skilið að fá ótruflaða og hugljúfa lestarferð í fyrramálið! Sjáum til...

En till later, hafði það sem allra allra best
Luv
K

Thursday, October 26, 2006

Best í heimi?

Bretar eru ekki sáttir við þessar blessuðu hvalveiðar "okkar" Íslendinga!
Við trillurnar þrjár voru að spjalla um lífið og tilveruna yfir kvöldverð í vikunni. Aylin byrjaði að tjá sig um hvalveiðar og sagði að "við" þyrftum endilega að fara að hætta að drepa hvali. Við Petra sögðumst ekki vera ábyrgar fyrir þessum veiðum og sögðum Aylin að hún og hinir Bretarnir þyrftu endilega að fara að hætta að drepa fólk...

Eftir ca 5 mín kom frétt í sjónvarpinu um hvalinn sem Íslendingar veiddu um daginn... þvílík tilviljun!!! Engin okkar hafði heyrt neitt talað um hvalveiðar lengi... svona getur lífið komið manni á óvart.

Litla landið okkar hefur sum sé verið á vörum fjölmiðlanna hér í Lundúnum uppá síðkastið, ekki beint jákvæð umfjöllun, ahhh, úbs, við getum víst ekki verið best í öllu!

Helgin er undirlögð Halloween partýum, gleði gleði! De la rosa er væntanleg í hús á laugardag og er mikill spenningur í loftinu.

Kæru vinir og ættingjar, við stöllur höfum ákveðið að eyða áramótunum hér í London. Við viljum fá sem flest ykkar til að koma og fagna áramótunum með okkur í borg gleðinnar!

Till later
haldið ykkur á mottunni þarna uppi

Luv and respect
K

Thursday, October 19, 2006

Life goes on...

Já já við erum enn hressar hér í London borginni.
Kolla vaknar kl 6 á morgnanna og fer í vinnunna í skrifstofugallanum. Petra er enn að njóta þess að vera í fríi!
Skruppum í sommerfields áðan og á leið okkar

- Sáum við hóp af eldri konum að dansa línudans. Það gladdi okkur sérlega mikið. Amma Kolla myndi kalla þær fífukollur (grá/hvít hærðar konur).

- Sáum líka strák klappa kærustunni sinni létt á þéttvaxinn rassinn, okkur fannst það óhemju fyndið...

- Sáum hund í fanginu á róna, aldrei slíku vant fannst Petru hundurinn sætur, þangað til að hann fór að gelta á okkur... Hjálpar henni ekki að komast yfir hundahræðsluna.

- Hittum manninn í litlu búðinni á horninu sem bauð Kollunni í kaffi fyrir nokkru, við erum hættar að versla við hann. Meikum ekki svona viðreynslur í tíma og ótíma...

Já það getur ýmislegt gerst á leiðinni í súpermarkaðinn.

Saturday, October 14, 2006

Sætu strákarnir í eldhúsglugganum

Það er eins gott fyrir okkur stelpurnar hérna á Haberdasher street að stunda ekki eldamennsku á evu klæðunum (eins og sumir greinilega gera... www.harlidi.blogspot.com ) Beint á móti okkar eldhúsglugga er eldhúsgluggi strákanna sem búa við hliðina á okkur... Þessir strákar eru rosa sætir algjörar dúllu búllur. Soldið feimnir en eru farnir að vinka okkur núna. Kannski getum við bara sameinað íbúðirnar okkar einn daginn og lifað hamingjusöm öll saman til æviloka.

Föstudagurinn þrettándi var í gær og lenti Petra ansi harkalega í honum... smá reunion...

Höldum áfram með sögur af Petrunni. Í dag þegar Petra litla var ný skriðin heim af djamminu, var bankað á dyrnar. Petra fór til dyra ansi þunn og sjúskuð og við henni blasti maður með stór svört gleraugu... hún hélt um stund að þetta væri nágranni okkar Jarvis en svo var ekki... heldur var þetta gamall elskhugi frá því hún var í London síðast. Lítill heimur... Hann býr í íbúðinni fyrir neðan okkur!!!

Planið er að kíkja í partý í kvöld,

Later skaters
K/P

Tuesday, October 10, 2006

Ferðalag sængurinnar

Þá erum við báðar búnar að versla okkur sængur. Áætlunin sagði reyndar að sængurkaup ættu að eiga sér stað fyrsta daginn í London, við erum aðeins 2 vikum eftir áætlun... allt í lagi ;)

Petra keypti sér sæng í gær í Argos á Old Street og kláraði þar með sængurlagerinn í þeirri verslun. Svo að ég, kraftakonan Kolla, þurfti að fara á Oxford Street í dag og kaupa eitt stykki sæng. Ég ákvað að fara fyrst að kaupa sængina og svo ætlaði ég að skella mér í HM til að kaupa fleiri vinnuföt fyrir nýju vinnuna sem ég byrja í á morgun... :) Ég meina það er dress code, ekki ætla ég að láta reka mig fyrir að mæta í einhverjum óskrifstofulegum lufsum!! Ó nei klikka ekki á svoleiðis smáatriðum.

Sængin sem ég ætlaði að kaupa var líka uppseld á Oxford Street þannig að ég þurfti að kaupa pakka með tvöfaldri sæng, 2 koddum og hlífðardýnu. Þessi blessaði pakki var aðeins þyngri en ég hafði átt von á...

Ótrúlegt hvað HM hefur mikið aðdráttarafl... Þó að ég hafi rétt svo loftað þessum hel þunga risastóra pakka, burðaðist ég með hann frá Oxford Street til Covent Garden og inn í HM :) Hugsaði alla leiðina gott til glóðarinnar þegar ég kæmi inn í HM og léti starfsfólkið geyma pakkann bakvið afgreiðsluborðið. En nei... að sjálfsögðu geyma þau ekki persónulega muni kúnnanna. Þetta hefði líka hæglega getað verið sprengja, þegar ég hugsa um það eftirá!

Það er soldið skondið að hugsa út í það að hafa burðast með sængina sína um miðborg Lundúna... Gaman að þessu.

Jæja ætla að fara að athuga hvernig Petru gengur í eldamennskunni...

Later gaters
K

Saturday, October 07, 2006

Fyrsta nottin i sitthvoru ruminu

Atriði í ræðunni gætu farið fyrir brjóstið á mömmum og ömmum og öfum og frænkum og pöbbum og frændum. Þess vegna höfum við sett x við óþægileg orð.

Nu er Petra komin med sitt herbergi og verður nóttin í nótt sú fyrsta sem við sofum í sitthvoru rúminu! Kannski eigum vid eftir ad sakna hvor annarrar og vakna i sama ruminu... fráhvarfseinkenni...

Herbergid sem Benderinn fekk var algjör svínastía... Ástralska gellan sem átti herbergid var ekki mikid fyrir ad þrífa og taka til. En núna er hægt að speigla sig í veggjunum og sleikja gólfið.

Ætlum í Ikea á mánudaginn, þar ætlum við að sjoppa allskyns hluti til að gera heimilið ennþá fallegra.

Aylin hefur verið í íslenskukennslu hjá okkur síðustu daga. Hún er þegar orðin reiðbrennandi í íslenskunni, nokkur orð eru í meira uppáhaldi en önnur, ss. flott tixxi, hjarta, ljós, banani, epli, kynxxf, bruxdur,

Lína dagsins kemur frá svörtum manni sem við hittum útá götu í kvöld:
"ones you go black you never turn back"
Petra var ekki að kaupa þessa línu sama hvað hinar tvær reyndu að telja henni trú um sannleiksgildið.

Hugur okkar í kvöld er heima hjá de la í hlutverkapartýi... Wish we could be there men. Have fun!

Peace
K&P

Wednesday, October 04, 2006

IBUÐ I HÖFN

Hallo Ísland

Jæjjaaa-Núna erum við bara komnar með íbúð á besta stað í bænum, rétt hjá hoxton squer park 5mín labb á alla aðal barina og er kolla að setja á sig naglalakkið núna því að við erum að fara að skella okkur á einn slíkan.

ÁSTARKVEÐJA KÆRU ÍSLENDINGAR!
kvítvínið og strákarnir bíða
sorry stelpur.

P&K
later gater.

Italiano Restauranto

Hahaha við fórum á fyndnasta restaurant í heimi á mánudaginn!!!
Þetta er lítill ítalskur veitingastaður sem lítur út eins og heimili. Okkur leið eins og við værum heima hjá ítölunum sem voru að þjóna okkur. Við höfðum labbað framhjá þessum stað áður og fannst hann með eindæmum sjarmerandi svo að við ákváðum að prufa að borða þarna á mánudagsknöldið þegar við vorum búnar að skoða ömmu-legustu íbúð í London.

Þegar við báðum um matseðlana sagði þjónninn að það væri eiginlega enginn matseðill, við áttu bara að segja hvað okkur langaði í og kokkurinn skildi elda það. Reyndar var ekki mikið úrval í eldhúsinu hjá kokkinum... En eftir nokkra mæðu komumst við að niðurstöðu um hvað skildi eta.

Þess má geta að við vorum öll ansi þreytt og steikt á því eftir daginn. Kolla var með svefngalsa og gat ekki hætt að hlægja hvað sem hún reyndi.

Allt í einu birtist þjóninn með snittur og skellti þeim á borðið hjá okkur "on the house". Jájá allt í lagi með það. Svo birtist hann aftur með hvítvín og skellti á borðið hjá okkur "on the house". Þetta var nú óvænt ánægja. Við vorum samt ekki alveg að fatta af hverju þeir voru að gefa okkur þetta. Maturinn okkar kom svo eftir skamma stund og við gæddum okkur á honum. Svo birtist þjónninn enn aftur og í þetta skiptið með heilan disk af allskonar ostum "on the house". Á þessum tímapunkti vorum við öll orðin pakk södd og höfðum litla list á framandi ostum... Reyndar var hentugt að hafa Matt með í för, hann var duglegur í ostunum. Svo birtist þjónninn einu sinni enn og í þetta skiptið með rauðvínsflösku "on the house".

Þess má geta að allan tímann sem við sátum þarna inni var sama ítalska lagið spilað aftur og aftur og aftur. Petra tók alltaf léttan höfuðdans þegar lagið byrjaði (hristi krullurnar) Það var óbærilega fyndið, í hvert skipti.

Við hröðuðum okkur svo út áður en þeir færu að gefa okkur meira af veitingum, allt of södd, létt af víninu og gegnsýrð af þessu ítalska lagi.

Later gaters
Respect
K&P

Monday, October 02, 2006

is og sukkuladi ja takk!!!

Always look on the bright side of life!
Já maður getur huggað sig við það að búa í sömu götu og í Jarvis Cocker þegar manni hefur verið dömpað af prumpu fyrirtækjum og skoðað ógeðslegar íbúðir...

Petra kom fljúgandi út úr dótabúð í gær...

Planið er að fá sér ís og súkkulaði og finna fleiri íbúðir.


later gater P&K
xx

Sunday, October 01, 2006

neon lightssss...

Vid foum a bar music hall i gair og dad var mjog svo hressandi kvold med dessu crowdi http://www.myspace.com/jamie_eseveneen

Tetta er eitt dad hommadasta tisku party sem ad eg hef ever komid i yaikks.....saman safn af athyglis sjuklinum og hver einasta mannsekju var frontur darna inni og vitir menn var ekki dans pallur darna med raudu ljosu... petra og aylin stokkva beint upp a hann and start shaking the booty.... held ad kolla var ekki alveg ad meika dad jafn mikid....sa samt til hennar med manni med pipu hatt...humm.

Tessi jamie var i flash laiti allan timan a big scaen i ollum litum med tiskumodelum og allskonar litrikum vorum, augum og cartoon carakterum og doti.

Jaija verd fara latah guys verd ad drekka
vatn svo eg dorni ekki upp P! xxx